Siðferði fótboltasamfélagsins – áskorun til KSÍ Ingólfur Gíslason skrifar 20. mars 2024 12:01 Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun