Íslenska: lykill eða lás? Pawel Bartoszek skrifar 20. mars 2024 08:00 Hver ætli sé hin raunverulega ástæða þess að nokkrir þingmenn leggi til að að gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum? Hvort ætli það sé a) umhyggja fyrir gæðum þjónustunnar eða b) tilraun til að hindra útlendinga frá því að öðlast réttindin? Já, hvort ætli? Ef þetta snerist um gæði þjónustunnar væri þá ekki eðlilegt að gerð yrði krafa um enskukunnáttu? Mjög stór hluti notenda leigubíla eru, jú, erlendir ferðamenn. Mjög margir frá enskumælandi löndum. En slík krafa er auðvitað ekki sett fram. Verkefni sem markaðurinn leysir Hver og einn kúnni getur auðvitað gert kröfu um hitt og þetta. Kúnninn gæti verið að panta bíl fyrir barn eða einhvern illa áttaðan sem kann ekki mörg tungumál. Kúnninn gæti sjálfur verið málglöð og félagslynd týpa, sem langaði sérstaklega að spjalla á hinu ylhýra um umferðarmál, fasteignaviðskipti og vinnumarkaðsmál á leið upp á flugvöll. Þetta er allt gott og blessað. En úr því að sumir þeirra sem vilja leggja viðbótarkvaðir á leigubílstjóra þykjast vera hægrimenn þá verður að benda á eftirfarandi: Fáa hluti ætti hinn frjálsi markaður að geta leyst betur en kröfuna um tungumálakunnáttu bílstjóra. Sum leigubílaforritanna sem hafa verið að ryðja sér til rúms um allan heim hafa raunar sjálf verið að bjóða upp á slíkt. Ef fólk vill borga fyrir stærri og rúmbetri bíl þá getur það alveg eins borgað fyrir að einhver tali tiltekið tungumál. Þótt fæstir myndir líklega forgangsraða því mjög hátt. Smáforritin hafa bætt þjónustuna Fyrsti leigubíllinn sem ég tékkaði á á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá seinasta sumar var af gamla skólanum. Bílstjórinn talaði pólsku, tók ekki kort, slumpaði á verð sem var þrefalt yfir markaðsverði og gerði sig líklegan til að „láta mig heyra það“ um hinn og þessi samfélagsmálin. Ég hélt áfram að leita. Ég endaði á að panta bíl og greiða fyrir í gegnum smáforrit. Bílstjórinn var með appið uppsett með georgísku letri, sagði ekkert en kom okkur beinustu leið á áfangastað, án málalenginga. Þarna þurfti ekki meira. Flestir viðskiptavinir leigubíla þurfa ekki meira heldur. Próf ekki sama og próf Það hve yfirborðskennd umræða stuðningsmanna krafna um „íslenskukunnáttu“ hefur verið sést best af því að þeir hafa ekki sett fram neinar nákvæmar hugmyndir um hvað þessi íslenskukunnátta ætti að miðast við. Íslenskupróf geta verið allt frá því að prófa hvort fólk kunni að segja til nafns eða verið þannig að meirihluti Íslendinga myndi falla á því. Ætti að miða við kröfurnar sem gerðar eru til væntanlegra ríkisborgara? Lokapróf grunnskóla? Stúdentspróf? Að geta beygt erfiðasta orðasambandið í Orðbragði og stafað það rétt? Um þetta hafa stuðningsmenn aukinna tungumálkvaða lítið tjáð sig enda er takmark þeirra væntanlega ekki raunverulega að fjölga leigubílstjórum sem mælskir eru á íslensku, heldur að útiloka útlendinga frá því að starfa í stéttinni. Þurfum stöðluð, tíð og fjölbreytt íslenskupróf En það er ekki þar með sagt að íslenskupróf sem slík séu alltaf vond hugmynd. Við eigum að hlúa að okkar tungu, hvetja fólk til að læra hana og umbuna þeim sem það gera. Það er til alþjóðlegur rammi sem mælir getu í tungumálum og nánast öll Evrópuríki hafa sett próf sem falla að honum. En ekki við. Bara til að setja hlutina í samhengi: Furstadæmið Lúxemborg prófar kunnáttu í lúxembúrgísku á fjórum ólíkum erfiðleikastigum og hægt er að taka prófin 4 sinnum á ári. Við hljótum að geta gert jafnvel og þau. Samræmd, stöðluð próf í íslensku, á ólíkum erfiðleikastigum, sem hægt væri að taka nokkrum sinnum á ári yrðu gegnsæ og markviss leið til að hvetja fólk til íslenskunáms. Vinnuveitendur gætu sett viðmið í tengslum við auglýst störf og hvatt starfsfólk sitt til að standast þau. Að sama skapi er alls ekki fráleitt að setja einhver samræmd viðmið um tungumálakunnáttu í störfum þar sem það er sannarlega málefnalegt að krefjast þess. Sér í lagi í opinberum störfum þar sem fólk hefur ekki val um hver þjónar því. Að lokum Ég hvet þingmenn til að leggja fram þingályktunartillögu um að komið verði á stöðluðum, tíðum prófum í íslensku á ólíkum erfiðleikastigum. Í slíkum prófum gætu falist áskoranir (að þau yrðu notuð til að draga fólk í dilka og mismuna því) en tækifærin sem í þeim felast eru meiri en hætturnar. Að sama skapi hvet ég þingmenn til að falla frá hugmyndum um handahófskenndar kröfur um íslenskukunnáttu einstaka stétta. Hugmyndum, þar sem íslenskan er ekki hugsuð sem lykill að samfélaginu, heldur sem lás til að halda sumu fólki frá. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Leigubílar Íslensk tunga Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hver ætli sé hin raunverulega ástæða þess að nokkrir þingmenn leggi til að að gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum? Hvort ætli það sé a) umhyggja fyrir gæðum þjónustunnar eða b) tilraun til að hindra útlendinga frá því að öðlast réttindin? Já, hvort ætli? Ef þetta snerist um gæði þjónustunnar væri þá ekki eðlilegt að gerð yrði krafa um enskukunnáttu? Mjög stór hluti notenda leigubíla eru, jú, erlendir ferðamenn. Mjög margir frá enskumælandi löndum. En slík krafa er auðvitað ekki sett fram. Verkefni sem markaðurinn leysir Hver og einn kúnni getur auðvitað gert kröfu um hitt og þetta. Kúnninn gæti verið að panta bíl fyrir barn eða einhvern illa áttaðan sem kann ekki mörg tungumál. Kúnninn gæti sjálfur verið málglöð og félagslynd týpa, sem langaði sérstaklega að spjalla á hinu ylhýra um umferðarmál, fasteignaviðskipti og vinnumarkaðsmál á leið upp á flugvöll. Þetta er allt gott og blessað. En úr því að sumir þeirra sem vilja leggja viðbótarkvaðir á leigubílstjóra þykjast vera hægrimenn þá verður að benda á eftirfarandi: Fáa hluti ætti hinn frjálsi markaður að geta leyst betur en kröfuna um tungumálakunnáttu bílstjóra. Sum leigubílaforritanna sem hafa verið að ryðja sér til rúms um allan heim hafa raunar sjálf verið að bjóða upp á slíkt. Ef fólk vill borga fyrir stærri og rúmbetri bíl þá getur það alveg eins borgað fyrir að einhver tali tiltekið tungumál. Þótt fæstir myndir líklega forgangsraða því mjög hátt. Smáforritin hafa bætt þjónustuna Fyrsti leigubíllinn sem ég tékkaði á á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá seinasta sumar var af gamla skólanum. Bílstjórinn talaði pólsku, tók ekki kort, slumpaði á verð sem var þrefalt yfir markaðsverði og gerði sig líklegan til að „láta mig heyra það“ um hinn og þessi samfélagsmálin. Ég hélt áfram að leita. Ég endaði á að panta bíl og greiða fyrir í gegnum smáforrit. Bílstjórinn var með appið uppsett með georgísku letri, sagði ekkert en kom okkur beinustu leið á áfangastað, án málalenginga. Þarna þurfti ekki meira. Flestir viðskiptavinir leigubíla þurfa ekki meira heldur. Próf ekki sama og próf Það hve yfirborðskennd umræða stuðningsmanna krafna um „íslenskukunnáttu“ hefur verið sést best af því að þeir hafa ekki sett fram neinar nákvæmar hugmyndir um hvað þessi íslenskukunnátta ætti að miðast við. Íslenskupróf geta verið allt frá því að prófa hvort fólk kunni að segja til nafns eða verið þannig að meirihluti Íslendinga myndi falla á því. Ætti að miða við kröfurnar sem gerðar eru til væntanlegra ríkisborgara? Lokapróf grunnskóla? Stúdentspróf? Að geta beygt erfiðasta orðasambandið í Orðbragði og stafað það rétt? Um þetta hafa stuðningsmenn aukinna tungumálkvaða lítið tjáð sig enda er takmark þeirra væntanlega ekki raunverulega að fjölga leigubílstjórum sem mælskir eru á íslensku, heldur að útiloka útlendinga frá því að starfa í stéttinni. Þurfum stöðluð, tíð og fjölbreytt íslenskupróf En það er ekki þar með sagt að íslenskupróf sem slík séu alltaf vond hugmynd. Við eigum að hlúa að okkar tungu, hvetja fólk til að læra hana og umbuna þeim sem það gera. Það er til alþjóðlegur rammi sem mælir getu í tungumálum og nánast öll Evrópuríki hafa sett próf sem falla að honum. En ekki við. Bara til að setja hlutina í samhengi: Furstadæmið Lúxemborg prófar kunnáttu í lúxembúrgísku á fjórum ólíkum erfiðleikastigum og hægt er að taka prófin 4 sinnum á ári. Við hljótum að geta gert jafnvel og þau. Samræmd, stöðluð próf í íslensku, á ólíkum erfiðleikastigum, sem hægt væri að taka nokkrum sinnum á ári yrðu gegnsæ og markviss leið til að hvetja fólk til íslenskunáms. Vinnuveitendur gætu sett viðmið í tengslum við auglýst störf og hvatt starfsfólk sitt til að standast þau. Að sama skapi er alls ekki fráleitt að setja einhver samræmd viðmið um tungumálakunnáttu í störfum þar sem það er sannarlega málefnalegt að krefjast þess. Sér í lagi í opinberum störfum þar sem fólk hefur ekki val um hver þjónar því. Að lokum Ég hvet þingmenn til að leggja fram þingályktunartillögu um að komið verði á stöðluðum, tíðum prófum í íslensku á ólíkum erfiðleikastigum. Í slíkum prófum gætu falist áskoranir (að þau yrðu notuð til að draga fólk í dilka og mismuna því) en tækifærin sem í þeim felast eru meiri en hætturnar. Að sama skapi hvet ég þingmenn til að falla frá hugmyndum um handahófskenndar kröfur um íslenskukunnáttu einstaka stétta. Hugmyndum, þar sem íslenskan er ekki hugsuð sem lykill að samfélaginu, heldur sem lás til að halda sumu fólki frá. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun