Hvað þolir þú mikið högg? Sandra B. Franks skrifar 19. mars 2024 09:00 Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun