Ræktum jákvæðar tilfinningar Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun