Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 23:01 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í Hannover í gær, í sigrinum góða á Austurríki. Getty/Swen Pförtner Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti