Luka-laust Dallas gætið endað í umspili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 11:31 Luka var hvergi sjáanlegur þegar Dallas tapaði í nótt. Tim Heitman/Getty Images Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók. Dallas var án sinnar skærustu stjörnu, Luka Dončić, en saknaði hans í raun ekki sóknarlega þar sem liðið skoraði 119 stig. Varnarlega stóð hins vegar ekki steinn yfir steini og ungt lið OKC skoraði 126 stig. Að venju var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur hjá OKC með 31 stig, þar á eftir kom Jalen Williams með 27 og Josh Giddey með 18 stig. Hjá Dallas var Kyrie Irving með 36 stig og 12 stoðsendingar. Sólirnar frá Phoenix áttu litla möguleika gegn Boston Celtics sem trónir á toppi Austurdeildar. Lokatölur 127-112 þar sem Celtics stungu einfaldlega af í þriðja leikhluta. Jaylen Brown var stigahæstur með 37 stig, Jayson Tatum kom þar á eftir með 26 og gamla brýnið Al Horford setti niður 24 stig. Hjá Suns skoraði Devin Booker 23 stig, Bradley Beal var með stigi minna á meðan Grayson Allen og Kevin Durant skoruðu 20 stig hvor. Milwaukee Bucks lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik milli liða sem gæt mæst í úrslitakeppninni. Lokatölur 114-105 Bucks í vil. Giannis Antetokounmpo skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá 76ers skoraði Tyrese Maxey 30 stig. Önnur úrslit Portland Trail Blazers 93 – 105 New York Knicks Chicago Bulls 111 – 126 Los Angeles Clippers Houston Rockets 135 – 119 Washington Wizards Á vef NBA má sjá stöðuna í deildinni og hvernig umspilið og úrslitakeppnin er að svo stöddu. Enn eru þó tæplega 15 leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Dallas var án sinnar skærustu stjörnu, Luka Dončić, en saknaði hans í raun ekki sóknarlega þar sem liðið skoraði 119 stig. Varnarlega stóð hins vegar ekki steinn yfir steini og ungt lið OKC skoraði 126 stig. Að venju var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur hjá OKC með 31 stig, þar á eftir kom Jalen Williams með 27 og Josh Giddey með 18 stig. Hjá Dallas var Kyrie Irving með 36 stig og 12 stoðsendingar. Sólirnar frá Phoenix áttu litla möguleika gegn Boston Celtics sem trónir á toppi Austurdeildar. Lokatölur 127-112 þar sem Celtics stungu einfaldlega af í þriðja leikhluta. Jaylen Brown var stigahæstur með 37 stig, Jayson Tatum kom þar á eftir með 26 og gamla brýnið Al Horford setti niður 24 stig. Hjá Suns skoraði Devin Booker 23 stig, Bradley Beal var með stigi minna á meðan Grayson Allen og Kevin Durant skoruðu 20 stig hvor. Milwaukee Bucks lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik milli liða sem gæt mæst í úrslitakeppninni. Lokatölur 114-105 Bucks í vil. Giannis Antetokounmpo skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá 76ers skoraði Tyrese Maxey 30 stig. Önnur úrslit Portland Trail Blazers 93 – 105 New York Knicks Chicago Bulls 111 – 126 Los Angeles Clippers Houston Rockets 135 – 119 Washington Wizards Á vef NBA má sjá stöðuna í deildinni og hvernig umspilið og úrslitakeppnin er að svo stöddu. Enn eru þó tæplega 15 leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni.
Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira