Fjárhagsleg heilsa í umslagi Jón Guðni Ómarsson skrifar 14. mars 2024 15:01 Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun