Körfubolti

Steph Curry um for­seta­fram­boð í fram­tíðinni: „Kannski“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry hefur átt frábæra feril með Golden State Warriors en það styttist í það að skórnir fari upp á hillu.
Stephen Curry hefur átt frábæra feril með Golden State Warriors en það styttist í það að skórnir fari upp á hillu. Getty/Cole Burston

Stephen Curry er besta skytta NBA-sögunnar og labbar örugglega inn í Heiðurshöll körfuboltans við fyrsta tækifæri. Framtíð hans gæti legið í stjórnmálunum.

Curry er margfaldur NBA-meistari og stórstjarna deildarinnar í meira en áratug. Hann er elskaður og dáður af mörgum og þekktur fyrir að koma vel fyrir og forðast vesen og vandræði utan vallar.

Það styttist vissulega í annan endann á ferli Curry og svo gæti farið að kappinn fari í stjórnmálin eftir að ferli hans lýkur.

Curry var að kynna nýja barnabók sína í CBS Mornings þættinum þegar hann var spurður út í áhuga sinn að fara út í stjórnmál í framtíðinni.

Fréttakonan Jericka Duncan spurði hann beint út hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram til forseta.

„Kannski,“ svaraði Stephen Curry. „Ég hef áhuga á því nýta áhrif mín til góðs á alla mögulegan hátt,“ sagði Curry og hélt áfram:

„Svo ef að það er rétta leiðin til að hafa slík jákvæða áhrif þá er það möguleiki. Ég er ekki beint að tala um forsetaframboð heldur frekar að ef ég get náð fram þýðingarmiklum breytingum í pólítík eða hvort að það sé önnur leið utan stjórnmálanna,“ sagði Curry.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×