Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Ólafur Stephensen skrifar 13. mars 2024 09:00 Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Landbúnaður Verðlag Skattar og tollar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun