Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Ólafur Stephensen skrifar 13. mars 2024 09:00 Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Landbúnaður Verðlag Skattar og tollar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun