Ómar Ingi marka- og stoðsendingahæstur þegar Magdeburg galopnaði toppbaráttuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 16:44 Ómar Ingi var enn og aftur driffjöðurin í liði Magdeburgar. Getty/Mario Hommes Evrópumeistarar Magdeburgar hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á toppliði Füchse Berlín í dag. Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í liði Magdeburgar. Teitur Örn Einarsson átti líka fantaflottan leik þegar Flensburg vann Göppingen. Magdeburg tók á móti Refunum frá Berlín í leik sem heimaliðið mátti einfaldlega ekki tapa í baráttunni um Þýskalandsmeistaratitilinn. Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og þó Magdeburg hafi náð mest þriggja marka forystu þá létu gestirnir það ekki á sig fá og staðan 16-15. Ómar Ingi og Janus Daði Smárason með síðustu mörk Magdeburgar í fyrri hálfleik. Ómar Ingi lagði svo upp tvö fyrstu mörk liðsins í síðari hálfleik en þá náði Magdeburg aftur upp þriggja marka forystu. Má segja að þau hafi lagt grunninn að sigri dagsins en á endanum fór það svo að Magdeburg vann leikinn með með þriggja marka mun, lokatölur 31-28. Hinn vinsæli Ómar Ingi gríðarlega einbeittur fyrir leik.@SCMagdeburg Ómar Ingi var allt í öllu hjá heimamönnum en hann var bæði marka- og stoðsendingahæstur. Hann skoraði 7 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði einnig 2 mörk. Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú aðeins stigi á eftir toppliði Füchse Berlín og með leik til góða. Janus Daði kom með beinum hætti að fjórum mörkum í dag. @SCMagdeburg Teitur Örn var hreint út sagt frábær þegar Flensburg vann fimm marka sigur á Göppingen í dag, lokatölur 35-30. Teitur Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Simon Pytlick kom að fleiri mörkum í liði Flensburg í dag. Flensburg er í 3. sæti með 37 stig, þremur minna en Magdeburg sem hefur þó leikið leik minna en Teitur Örn og félagar. Teitur Örn skilaði sínu og gott betur en það í dag.Getty/Marius Becker Að endingu vann Íslendinglið Gummersbach sjö marka útisigur á Bergischer, lokatölur 24-31. Elliði Snær Viðarsson gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach en Arnór Snær Óskarsson lék ekki með liðinu í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari liðsins sem situr nú í 7. sæti með 24 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í liði Magdeburgar. Teitur Örn Einarsson átti líka fantaflottan leik þegar Flensburg vann Göppingen. Magdeburg tók á móti Refunum frá Berlín í leik sem heimaliðið mátti einfaldlega ekki tapa í baráttunni um Þýskalandsmeistaratitilinn. Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og þó Magdeburg hafi náð mest þriggja marka forystu þá létu gestirnir það ekki á sig fá og staðan 16-15. Ómar Ingi og Janus Daði Smárason með síðustu mörk Magdeburgar í fyrri hálfleik. Ómar Ingi lagði svo upp tvö fyrstu mörk liðsins í síðari hálfleik en þá náði Magdeburg aftur upp þriggja marka forystu. Má segja að þau hafi lagt grunninn að sigri dagsins en á endanum fór það svo að Magdeburg vann leikinn með með þriggja marka mun, lokatölur 31-28. Hinn vinsæli Ómar Ingi gríðarlega einbeittur fyrir leik.@SCMagdeburg Ómar Ingi var allt í öllu hjá heimamönnum en hann var bæði marka- og stoðsendingahæstur. Hann skoraði 7 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði einnig 2 mörk. Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú aðeins stigi á eftir toppliði Füchse Berlín og með leik til góða. Janus Daði kom með beinum hætti að fjórum mörkum í dag. @SCMagdeburg Teitur Örn var hreint út sagt frábær þegar Flensburg vann fimm marka sigur á Göppingen í dag, lokatölur 35-30. Teitur Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Simon Pytlick kom að fleiri mörkum í liði Flensburg í dag. Flensburg er í 3. sæti með 37 stig, þremur minna en Magdeburg sem hefur þó leikið leik minna en Teitur Örn og félagar. Teitur Örn skilaði sínu og gott betur en það í dag.Getty/Marius Becker Að endingu vann Íslendinglið Gummersbach sjö marka útisigur á Bergischer, lokatölur 24-31. Elliði Snær Viðarsson gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach en Arnór Snær Óskarsson lék ekki með liðinu í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari liðsins sem situr nú í 7. sæti með 24 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sjá meira