Launþega- eða verktakasamningar leikmanna í knattspyrnu á Íslandi Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 6. mars 2024 10:30 Stjórn LSÍ lagði fram eftirfarandi tillögu á 78. ársþingi KSÍ er varðar leikmannasamninga: Leikmannssamningur (professional contract): Samningur sem leikmaður gerir við félag, sem heimilar honum að taka við greiðslum fyrir knattspyrnuiðkun. Samningurinn er launþegasamningur og ber félagið ábyrgð á því að greiða skatt og launatengd gjöld samkvæmt landslögum um launþegagreiðslur. Samninga og félagaskiptanefnd KSÍ gerði athugasemd sem hljóðaði svo: Samninga- og félagaskiptanefnd telur fyrirhugaða tillögu varhugaverða af praktískum ástæðum og að hún sé til þess fallin að vera íþyngjandi fyrir félög. Með tillögunni er samningsfrelsi takmarkað mjög verulega án þess að fyrir því séu knýjandi rök. Mjög mismunandi er hvort það henti aðilum að gera launþega- eða verktakasamning og telur nefndin varhugavert að breyta núverandi fyrirkomulagi að því leyti, nema þá að félögin séu sammála um slíka stefnubreytingu. Þessi mótmæli létu einnig dagsins ljós: Sömuleiðis hefur verið á það bent af hálfu laga- og leikreglnanefndar KSÍ að ekki megi skylda leikmenn aðildarfélaga til félagsaðildar hjá þriðja aðila, sbr. t.d. 2. mgr. 74. stjórnarskrár (engan má skylda til aðildar að félagi). Hver og einn leikmaður fyrir sig hefur frjálsræði um aðild að félagi. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að með launþega samningum séu félög að skylda leikmenn til þess að fara í stéttarfélag þegar þeim er frjálst um það að ganga í eða úr þeim. Það tók mig um 12 sekúndur að finna upplýsingar um þetta á netinu og hefðu félögin geta kynnt sér upplýsingar hér. Undir þessi mótmæli skrifuðu meðal annars stærstu og fjársterkustu félög landsins: Breiðablik, FH, Víkingur og Valur. Í ársskýrslu frá 2017 um stöðu leikmannasamninga kvenna sem FIFPRO gerði kemur í ljós að aðeins 4% af þeim leikmönnum sem tóku þátt voru með verktakasamninga. FIFPRO hefur barist gegn verktakasamningum vegna bágrar stöðu þeirra og hefur það gengið vel allsstaðar nema á Íslandi. Þetta verður að teljast gangast í berhögg við stefnu Íslands í íþróttamálum. Í raun má segja að stefna knattspyrnuhreyfingarinnar og félaga á landinu á síðasta ársþingi knattspyrnuhreyfingarinnar um það að vilja ekki styðja að auknu öryggi vinnuumhverfis leikmanna er hreint út sagt ótrúlegt. Þegar ég segi knattspyrnuhreyfingin vísa ég til mótmæla nefnda KSÍ við tillögunni og aðgerðarleysi KSÍ. Um verktaka og launþega ráðningarsambönd segir Alþýðusambandið svo: Með raunverulegum verksamningi er átt við samning þar sem annar samningsaðilinn, verktaki, tekur að sér gegn endurgjaldi að sjá um framkvæmd tiltekins verks, þannig að hann ábyrgist gagnaðila sínum, verkkaupa, tiltekinn árangur af verkinu. Samningurinn er þannig milli tveggja atvinnurekenda þar sem annar atvinnurekandinn tekur að sér tiltekið verk fyrir hinn. Ráðningarsamningur er hins vegar samningur þar sem annar aðilinn, launamaður, skuldbindur sig til að vinna fyrir hinn samningsaðilann, atvinnurekanda, undir stjórn hans og á ábyrgð hans gegn greiðslu í peningum og/eða öðrum verðmætum. Af ofangreindu verður að teljast að knattspyrnuhreyfingin og allar hennar nefndir geti ekki túlkað leikmannasamninga sem verktakasamninga og með ólíkindum að ekkert hafi í þessu verið gert. Þá geta félagslið á Íslandi ekki borið fyrir sig að leikmenn séu verktakar ef ágreiningur kemur upp sjá t.d. mál nr. E-3258/2020 sem Landsréttur staðfesti síðar. Annað sem kemur til skoðunar er það að ráðningarsamningar eru almennt persónubundnir, sem þýðir að aðilar geta ekki fengið aðra aðila í sinn stað til að efna skyldur sínar skv. samningnum líkt og verktakar geta gert. Launþegi getur sem sé ekki falið öðrum að vinna fyrir sig störf sín og atvinnurekandi getur ekki selt starfsfólk sitt til vinnu hjá öðrum atvinnurekenda. Ekki verður séð að leikmenn geti fengið aðra leikmenn til þess að uppfylla skyldur sínar hjá félagsliði hins fyrrnefnda. Í Bretlandi er farið eftir ákveðnu prófi til þess að úrskurða um hvort sé að ræða verk- eða launþegasamning en það próf varð til í dómi Ready Mixed Concrete (South East) Ltd v Minister of Pensions and National Insurance, prófið hefur verið þróað áfram yfir árin. Prófið felur í sér þrjú skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að um sé að ræða launþegaráðningarsamning, þau skilyrði má sjá hér: Personal service - which means that the ‘employee’ must perform his or her services personally; Control - which in this context is a matter of degree. What will be assessed is whether the ‘employer’ has sufficient control over the ‘employee’ in the performance of his or her work for there to be an employment relationship; and Mutuality of obligation - which, in its simplest form, is usually expressed an obligation on an ‘employee’ to work and for the ‘employer’ to provide or pay for such work (also known as the work / wage bargain). Í staðalsamningi Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er ekki sérstaklega kveðið á um að leikmaður sé ábyrgur fyrir árangri sínum eða liðsins sem hann leikur með, en það eru þó skyldur og ábyrgðarþættir sem koma fram í samningnum sem benda til ráðningarsamnings frekar en verksamnings. Í 1. gr. staðalsamnings KSÍ er til dæmis kveðið á um að leikmenn skuli æfa og leika knattspyrnu með félagi sínu á samningstímanum samkvæmt ákvörðunum stjórnar þess og taka þátt í sameiginlegum verkefnum leikmanna félagsins í samráði við stjórn þess. Þetta bendir til þess að leikmaðurinn sé undir stjórn og yfirumsjón stjórnarinnar, sem er meira kennt við ráðningarsamninga. Aðalþjálfari hefur þá stjórnarrétt yfir samningsleikmanni og ber faglega ábyrgð á starfi og árangri liðsins, sem er líka meira kennt við ráðningarsamninga en verksamninga. Þá er ákvæði um það að leikmenn skuli fylgja reglum um undirbúning leikja og nota útbúnað sem félagið ákveður, sem bendir til undirstöðu yfirumsjónar og stjórnar stjórnarinnar yfir starfi leikmannsins. Þótt ekki sé sérstaklega kveðið á um að leikmaður sé ábyrgur fyrir árangri sínum eða liðsins, benda ákvæði og skyldur í staðalsamningi KSÍ til þess að um ráðningarsamning sé að ræða fremur en verksamning, og að leikmaður sé því launþegi fremur en verktaki á grundvelli samningsins. Hvað sem því líður má sjá að bersýnilega vantar þekkingu í íslenska knattspyrnu og þá sérstaklega í þau sæti sem taka ákvarðanir af hálfu félags. Við erum jú „amateurar“ þó að leikmenn okkar gefa það ekki í skyn heldur stjórnarmenn. Ég vona að stjórn LSÍ taki málið aftur upp og að félög með atkvæðisrétt sjái sóma sinn í að vernda leikmenn á landi þessu og samþykki breytinguna. Höfundur er með LL.M gráðu í íþróttarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Sjá meira
Stjórn LSÍ lagði fram eftirfarandi tillögu á 78. ársþingi KSÍ er varðar leikmannasamninga: Leikmannssamningur (professional contract): Samningur sem leikmaður gerir við félag, sem heimilar honum að taka við greiðslum fyrir knattspyrnuiðkun. Samningurinn er launþegasamningur og ber félagið ábyrgð á því að greiða skatt og launatengd gjöld samkvæmt landslögum um launþegagreiðslur. Samninga og félagaskiptanefnd KSÍ gerði athugasemd sem hljóðaði svo: Samninga- og félagaskiptanefnd telur fyrirhugaða tillögu varhugaverða af praktískum ástæðum og að hún sé til þess fallin að vera íþyngjandi fyrir félög. Með tillögunni er samningsfrelsi takmarkað mjög verulega án þess að fyrir því séu knýjandi rök. Mjög mismunandi er hvort það henti aðilum að gera launþega- eða verktakasamning og telur nefndin varhugavert að breyta núverandi fyrirkomulagi að því leyti, nema þá að félögin séu sammála um slíka stefnubreytingu. Þessi mótmæli létu einnig dagsins ljós: Sömuleiðis hefur verið á það bent af hálfu laga- og leikreglnanefndar KSÍ að ekki megi skylda leikmenn aðildarfélaga til félagsaðildar hjá þriðja aðila, sbr. t.d. 2. mgr. 74. stjórnarskrár (engan má skylda til aðildar að félagi). Hver og einn leikmaður fyrir sig hefur frjálsræði um aðild að félagi. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að með launþega samningum séu félög að skylda leikmenn til þess að fara í stéttarfélag þegar þeim er frjálst um það að ganga í eða úr þeim. Það tók mig um 12 sekúndur að finna upplýsingar um þetta á netinu og hefðu félögin geta kynnt sér upplýsingar hér. Undir þessi mótmæli skrifuðu meðal annars stærstu og fjársterkustu félög landsins: Breiðablik, FH, Víkingur og Valur. Í ársskýrslu frá 2017 um stöðu leikmannasamninga kvenna sem FIFPRO gerði kemur í ljós að aðeins 4% af þeim leikmönnum sem tóku þátt voru með verktakasamninga. FIFPRO hefur barist gegn verktakasamningum vegna bágrar stöðu þeirra og hefur það gengið vel allsstaðar nema á Íslandi. Þetta verður að teljast gangast í berhögg við stefnu Íslands í íþróttamálum. Í raun má segja að stefna knattspyrnuhreyfingarinnar og félaga á landinu á síðasta ársþingi knattspyrnuhreyfingarinnar um það að vilja ekki styðja að auknu öryggi vinnuumhverfis leikmanna er hreint út sagt ótrúlegt. Þegar ég segi knattspyrnuhreyfingin vísa ég til mótmæla nefnda KSÍ við tillögunni og aðgerðarleysi KSÍ. Um verktaka og launþega ráðningarsambönd segir Alþýðusambandið svo: Með raunverulegum verksamningi er átt við samning þar sem annar samningsaðilinn, verktaki, tekur að sér gegn endurgjaldi að sjá um framkvæmd tiltekins verks, þannig að hann ábyrgist gagnaðila sínum, verkkaupa, tiltekinn árangur af verkinu. Samningurinn er þannig milli tveggja atvinnurekenda þar sem annar atvinnurekandinn tekur að sér tiltekið verk fyrir hinn. Ráðningarsamningur er hins vegar samningur þar sem annar aðilinn, launamaður, skuldbindur sig til að vinna fyrir hinn samningsaðilann, atvinnurekanda, undir stjórn hans og á ábyrgð hans gegn greiðslu í peningum og/eða öðrum verðmætum. Af ofangreindu verður að teljast að knattspyrnuhreyfingin og allar hennar nefndir geti ekki túlkað leikmannasamninga sem verktakasamninga og með ólíkindum að ekkert hafi í þessu verið gert. Þá geta félagslið á Íslandi ekki borið fyrir sig að leikmenn séu verktakar ef ágreiningur kemur upp sjá t.d. mál nr. E-3258/2020 sem Landsréttur staðfesti síðar. Annað sem kemur til skoðunar er það að ráðningarsamningar eru almennt persónubundnir, sem þýðir að aðilar geta ekki fengið aðra aðila í sinn stað til að efna skyldur sínar skv. samningnum líkt og verktakar geta gert. Launþegi getur sem sé ekki falið öðrum að vinna fyrir sig störf sín og atvinnurekandi getur ekki selt starfsfólk sitt til vinnu hjá öðrum atvinnurekenda. Ekki verður séð að leikmenn geti fengið aðra leikmenn til þess að uppfylla skyldur sínar hjá félagsliði hins fyrrnefnda. Í Bretlandi er farið eftir ákveðnu prófi til þess að úrskurða um hvort sé að ræða verk- eða launþegasamning en það próf varð til í dómi Ready Mixed Concrete (South East) Ltd v Minister of Pensions and National Insurance, prófið hefur verið þróað áfram yfir árin. Prófið felur í sér þrjú skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að um sé að ræða launþegaráðningarsamning, þau skilyrði má sjá hér: Personal service - which means that the ‘employee’ must perform his or her services personally; Control - which in this context is a matter of degree. What will be assessed is whether the ‘employer’ has sufficient control over the ‘employee’ in the performance of his or her work for there to be an employment relationship; and Mutuality of obligation - which, in its simplest form, is usually expressed an obligation on an ‘employee’ to work and for the ‘employer’ to provide or pay for such work (also known as the work / wage bargain). Í staðalsamningi Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er ekki sérstaklega kveðið á um að leikmaður sé ábyrgur fyrir árangri sínum eða liðsins sem hann leikur með, en það eru þó skyldur og ábyrgðarþættir sem koma fram í samningnum sem benda til ráðningarsamnings frekar en verksamnings. Í 1. gr. staðalsamnings KSÍ er til dæmis kveðið á um að leikmenn skuli æfa og leika knattspyrnu með félagi sínu á samningstímanum samkvæmt ákvörðunum stjórnar þess og taka þátt í sameiginlegum verkefnum leikmanna félagsins í samráði við stjórn þess. Þetta bendir til þess að leikmaðurinn sé undir stjórn og yfirumsjón stjórnarinnar, sem er meira kennt við ráðningarsamninga. Aðalþjálfari hefur þá stjórnarrétt yfir samningsleikmanni og ber faglega ábyrgð á starfi og árangri liðsins, sem er líka meira kennt við ráðningarsamninga en verksamninga. Þá er ákvæði um það að leikmenn skuli fylgja reglum um undirbúning leikja og nota útbúnað sem félagið ákveður, sem bendir til undirstöðu yfirumsjónar og stjórnar stjórnarinnar yfir starfi leikmannsins. Þótt ekki sé sérstaklega kveðið á um að leikmaður sé ábyrgur fyrir árangri sínum eða liðsins, benda ákvæði og skyldur í staðalsamningi KSÍ til þess að um ráðningarsamning sé að ræða fremur en verksamning, og að leikmaður sé því launþegi fremur en verktaki á grundvelli samningsins. Hvað sem því líður má sjá að bersýnilega vantar þekkingu í íslenska knattspyrnu og þá sérstaklega í þau sæti sem taka ákvarðanir af hálfu félags. Við erum jú „amateurar“ þó að leikmenn okkar gefa það ekki í skyn heldur stjórnarmenn. Ég vona að stjórn LSÍ taki málið aftur upp og að félög með atkvæðisrétt sjái sóma sinn í að vernda leikmenn á landi þessu og samþykki breytinguna. Höfundur er með LL.M gráðu í íþróttarétti.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun