Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 09:31 Ivano Balic í leik á móti íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn. Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn.
Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira