Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 14:55 Unnið að því að verka hval hjá Hval hf.. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira