Áfram Bashar - áfram Ísland! Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 13:00 Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun