Körfubolti

Luka Doncic hélt upp á af­mælis­daginn sinn með glæsi­brag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Luka Doncic var skælbrosandi á afmælisdaginn enda átti hann góðan leik og Dallas Mavericks fagnaði sigri.
 Luka Doncic var skælbrosandi á afmælisdaginn enda átti hann góðan leik og Dallas Mavericks fagnaði sigri. Getty/Cole Burston

Slóveninn Luka Doncic hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær en þurfti engu að síður að mæta í vinnuna í NBA-deildinni í körfubolta. Þar fór hann á kostum.

Doncic hélt upp á afmælisdaginn inn með því að vera með þrennu í sigri Dallas Mavericks á liði Toronto Raptors.

Doncic skoraði 30 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 11 fráköst í 136-125 sigri en leikurinn fór fram á heimavelli Toronto í Kanada.

Doncic varð þar með aðeins níundi leikmaðurinn í allri NBA sögunni til að ná þrefaldri tvennu á afmælisdaginn sinn.

Síðastir á undan honum til að halda upp á afmælið sitt með þessum hætti voru Nikola Jokic (2021), Anthony Davis (2018) og Andre Iguodala (2012).

Boris Diaw, Jason Kidd, Chris Webber, Darrell Walker og Oscar Robertson hafa einnig náð þessu. Kidd er nú þjálfari Doncic.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×