Körfubolti

Jokic með þrjár þrumu­þrennur á að­eins fjórum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Jokic hefur farið á kostum með liði Denver Nuggets undanfarið. Serbinn náði sögulegum tölum með þremur þrumuþrennum i röð.
Nikola Jokic hefur farið á kostum með liði Denver Nuggets undanfarið. Serbinn náði sögulegum tölum með þremur þrumuþrennum i röð. AP/Godofredo A. Vásquez

Það er eins og samveran með hinum stórstjörnum NBA-deildarinnar á stjörnuhelginni hafi kveikt í Jókernum.

Nikola Jokic hefur verið með frábærar þrennur í þremur leikjum í röð.

Hann varð þar fyrsti leikmaðurinn í NBA sögunni til að vera með að minnsta kosti 14 stoðsendingar og 14 fráköst í þremur leikjum i röð.

Á fimmtudaginn var Jokic með 21 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í sigurleik á móti Washington Wizards.

Á föstudaginn var Jokic með 29 stig, 15 fráköst og 14 stoðsendingar í sigurleik á móti Portland Trail Blazers.

Í nótt var Jokic með 24 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar í sigurleik á móti Golden State Warriors.

Þetta var átjánda þrenna Jokic á tímabilinu og hann komst fram úr LeBron James með því að ná 139. þrennunni á NBA-ferlinum.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Jokic er nú líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Hann er með 26,0 stig (13. sæti í deildinni), 12,2 fráköst (4. sæti) og 9,1 stoðsendingu (4. sæti) að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×