Körfubolti

Fjórir leik­menn reknir af velli í fjórða leik­hluta

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Naji Marshall og Jimmy Butler voru báðir reknir af velli
Naji Marshall og Jimmy Butler voru báðir reknir af velli Sean Gardner/Getty Images)

Fjórir leikmenn fengu að fjúka af velli eftir átök sem brutust út í leik Miami Heat og New Orleans Pelicans í nótt. 

Leiknum lauk með 106-95 sigri Miami Heat. Í byrjun fjórða leikhluta voru Jimmy Butler og Thomas Bryant, leikmenn Heat, ásamt Naji Marshall og Jose Alvarado, leikmönnum Pelicans, reknir af velli. 

Átök brutust út þegar Zion Williamson stal boltanum af Jimmy Butler og Kevin Love braut harkalega á Zion sem keyrði á körfuna í kjölfarið. 

Villa var dæmd á Love á meðan Zion féll til jarðar. Naji Marshall hljóp að vettvangi og mótmælti hörkunni sem Love sýndi. Butler svaraði fyrir það og greip Marshall hálstaki. 

Þegar mestu lætin virtust vera að róast niður fóru Thomas Bryant og Jose Alvarado svo að rífast við varamannabekkinn. Þeir skiptust á höggum sem blésu nýju lífi í rifrildin. Fjórir leikmenn voru svo reknir af velli, en bæði Zion Williamson og Kevin Love héldu leik áfram. 

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×