Körfubolti

Kristófer Acox fór ekki með til Tyrk­lands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski tólf manna hópurinn í Leifsstöð í morgun. Talið frá vinstri: Martin Hermannsson, Hjálmar Stefánsson, Jón Axel Guðmundsson, Tómas Valur Þrastarson, Elvar Már Friðriksson, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Ægir Þór Steinarsson, Hilmar Smári Henningsson, Styrmir Snær Þrastarson, Tryggvi Snær Hlinason, Orri Gunnarsson, Kristinn Pálsson og Craig Pedersen þjálfari.
Íslenski tólf manna hópurinn í Leifsstöð í morgun. Talið frá vinstri: Martin Hermannsson, Hjálmar Stefánsson, Jón Axel Guðmundsson, Tómas Valur Þrastarson, Elvar Már Friðriksson, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Ægir Þór Steinarsson, Hilmar Smári Henningsson, Styrmir Snær Þrastarson, Tryggvi Snær Hlinason, Orri Gunnarsson, Kristinn Pálsson og Craig Pedersen þjálfari. KKÍ

Kristófer Acox verður ekki með íslenska landsliðinu í öðrum leik liðsins í undankeppni EM sem fer fram í Tyrklandi á sunnudaginn.

Kristófer Acox og Sigurður Pétursson detta út úr hópnum frá því í Ungverjaleiknum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi en í stað þeirra koma inn Tómas Valur Þrastarson og Hjálmar Stefánsson.

KKÍ birti mynd af leikmannahópnum á miðlum sínum í morgun. Hópurinn var þá í Leifsstöð þar sem liðið flaug eldsnemma til Kaupmannahafnar en síðan verður flogið áfram til Istanbul seinna í dag.

Kristófer hefur verið tæpur vegna meiðsla og það hefur verið tekin sú ákvörðun að taka enga áhættu með hann að þessu sinni.

Kristófer var í byrjunarliði íslenska liðsins á móti Ungverjum í gær og var með 2 stig og 2 fráköst á tæpum sextán mínútum.

Leikmenn Íslands á móti Tyrklandi verða því Martin Hermannsson, Hjálmar, Jón Axel Guðmundsson, Tómas Valur, Elvar Már Friðriksson, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Ægir Þór Steinarsson, Hilmar Smári Henningsson, Styrmir Snær Þrastarson, Tryggvi Snær Hlinason, Orri Gunnarsson og Kristinn Pálsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×