Eigum við að banna síma í skólum? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:30 Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Alþingi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun