Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:30 Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Ástin og lífið Trúmál Brúðkaup Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun