Í vörn fyrir hálendið: Andmæli við hugmyndir um endurnýjun Kjalvegar Guðmundur Björnsson skrifar 21. febrúar 2024 12:00 Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umhverfismál Guðmundur Björnsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar