Körfubolti

Bar­átta kynjanna: „Hún setti bara al­vöru pressu á Steph Curry“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry með skotbeltið sem hann vann og við hlið Sabrinu Ionescu sem veitti honum harða keppni.
Stephen Curry með skotbeltið sem hann vann og við hlið Sabrinu Ionescu sem veitti honum harða keppni. Getty/ Stacy Revere

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina.

Sabrina Ionescu og Steph Curry kepptu á móti hvoru öðru í þriggja stiga keppni á Stjörnuhelginni og er þetta í fyrsta skiptið sem karl og kona mætast í slíkri keppni á vegum NBA. Lögmál leiksins ræddi meðal annars þessa skotkeppni.

„Baráttan um skotbeltið. Þetta var ekki áramótaskotbelti eins og maður keypti í gamla daga. Þetta var boxarabelti. Alvöru. Það voru Sabrina og Steph sem kepptu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Lögmáls leiksins.

„Sabrina Ionescu og Steph Curry. Sabrina leikmaður New York Liberty í WNBA-deildinni og ein af betri leikmönnum kvennadeildarinnar. Rúmensk að uppruna, frábær háskólaleikmaður og með rosalega stroku,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

„Hún valdi það að skjóta frá NBA línunni. WNBA-línan er aðeins nær og eins og íslenska þriggja stiga línan er. Þessir boltar sem hún er með eru sexur, þetta eru WNBA boltar. Það var það eina sem var öðruvísi við það sem þau tvö gerðu,“ sagði Hörður.

„Þetta var keppni á milli tveggja og eins mikið á jafnréttis grundvelli og þú getur keppt. Það voru einhverjir sem sáu allt að þessu og sögðu að hún hafi átt að vera á WNBA-línunni. Hún stóð sig bara fáránlega vel og fékk 26 stig í sinni umferð. Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry. Hún átti rosalega lokarekka,“ sagði Hörður.

Það má sjá umræðuna og þau bæði skjóta hér fyrir neðan. Þátturinn er síðan allur á dagskránni klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins: Skotkeppni Steph Curry og Sabrinu Ionescu
NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×