Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár Steinunn Bergmann skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Félagsráðgjafafélag Íslands var stofnað 19. febrúar 1964 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun Félagsráðgjafafélags Íslands. Árið 1964 voru fjórir félagsráðgjafar á Íslandi, þær Guðrún Jónsdóttir, Kristín Gústavsdóttir, Margrét Margeirsdóttir og Margrét Steingrímsdóttir. Þessir öflugu félagsráðgjafar ákváðu að stofna Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa og ruddu brautina fyrir þau sem á eftir komu. Tilgangurinn var að styrkja stöðu sína sem félagsráðgjafa og vinna að framgangi fagsins. Strax á fyrstu árunum var hafist handa við að leggja grunn að framtíð félagsráðgjafar á Íslandi. Helstu baráttumálin voru löggilding starfsheitisins sem náðist árið 1975, að félagsráðgjöf yrði kennd við Háskóla Íslands og kjaramál félagsfólks sem eru áfram viðvarandi verkefni félagsins. Árið 1984 kom fram tillaga á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Félagsráðgjafafélag Íslands en tillagan var felld. Það var síðan á aðalfundi 2007 sem samþykkt var að breyta nafni félagsins. Nám í félagsráðgjöf hér á landi Frá því fyrstu félagsráðgjafarnir hófu störf hér á landi hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi félagsráðgjafar í íslensku samfélagi. Á fyrstu árum félagsins kom fram tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að koma á námi í félagsráðgjöf og yfirlæknir Kleppspítala sýndi einnig áhuga á að stofna sérstakan félagsráðgjafaskóla hérlendis til að fjölga í stéttinni. Fulltrúar Félagsráðgjafafélags Íslands tóku virkan þátt í undirbúningi náms í félagsráðgjöf en á sama tíma vann félagið að því að Ísland fengi ákveðin kvóta til að stunda nám á hinum Norðurlöndunum þar til nám myndi hefjast hér á landi. Fyrir milligöngu félagsins opnaðist strax möguleiki fyrir slíkan kvóta í Noregi og Svíþjóð og árið 1972 höfðu allir norrænu félagsráðgjafaskólarnir samþykkt að taka að lágmarki einn nemanda frá Íslandi ár hvert. Starfsréttindanám í félagsráðgjöf varð síðan að veruleika þegar Háskóli Íslands fékk fjárheimild árið 1981 til að standa straum af starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og útskrifuðust fyrstu félagsráðgjafarnir ári síðar. Nám í félagsráðgjöf er nú fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára grunnnám þar sem nemendur öðlast BA gráðu í félagsráðgjöf. Að því loknu tekur við tveggja ára meistaranám þar sem hluti námsins felst í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Kvennastétt Félagsráðgjafar hafa alla tíð verið kvennastétt en á áttunda áratug síðustu aldar var hlutfall karla þó um 20% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall karla var komið niður í 12% árið 2001 og hefur haldið áfram að lækka og eru karlar nú um 6% félagsfólks. Í dag eru alls 581 félagsráðgjafar með stéttarfélagsaðild að Félagsráðgjafafélagi Íslands, 547 konur og 34 karlar. Einnig er nokkur fjöldi með fagfélagsaðild eða nemaaðild auk félaga sem eru á lífeyri. Samkvæmt starfsleyfisská heilbrigðisstarfsfólks á vefsíðu Embættis landlæknis (https://island.is/heilbrigdisstarfsfolk-tolur) eru alls 832 með starfsleyfi sem félagsráðgjafi, þar af 774 konur og 58 karlar. Alls eru 42 félagsráðgjafar einnig með sérfræðileyfi. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Félagsráðgjafar hafa heildræna þekkingu á úrræðum velferðarkerfisins, þ.e. á sviði skóla-, dóms- og heilbrigðismála auk félagsþjónustu og barnaverndar. Þá hafa þeir sérþekkingu í að greina félagslegan vanda, meta þörf á úrræðum og sinna meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Jafnframt hafa þeir þekkingu á sifja- og velferðarlöggjöf, ásamt þekkingu á sviði stjórnsýslulaga. Félagsráðgjafar hafa frá upphafi staðið fyrir margvíslegum framfaraskrefum í velferðarmálum hér á landi. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins. Þá er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum og einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúruvá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Það eru margar ástæður fyrir vexti félagsráðgjafar sem fagreinar. Ein ástæðan er sú að gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu. Önnur ástæða er sú að nýjar reglugerðir hafa verið lagðar fram í mögum löndum sem viðurkenna það mikilvæga hlutverk sem félagsráðgjöf gegnir (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Tímamótum fagnað Fyrir tíu árum þegar Félagsráðgjafafélag Íslands fagnaði 50 ára afmæli stóð félagið að Félagsráðgjafarþingi ásamt Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA (samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf). Þingið hefur síðan verið árviss viðburður í starfi félagsins og verður haldið 23. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár. Á þinginu verður meðal annars frumsýnd heimildarmynd um 60 ára sögu félagsráðgjafar á Íslandi þar sem helstu viðburða er minnst með viðtölum við stofnendur félagsins og nokkra frumkvöðla innan stéttarinnar. Árið 2018 kom út 50 ára saga félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagid/saga-felagsins/) og mikilvæg heimild um starfsemi félagsins. Félagsráðgjafaþingið er sannkölluð uppskeruhátíð félagsráðgjafa og félagsráðgjafar sem fags en auk lykilviðburða á sal eru 18 samhliða málstofur þar sem fjallað er um rannsóknir og þróunarverkefni á hinum margvíslegu málasviðum félagsráðgjafar. Sem dæmi má nefna umfjöllun um málefni eldra fólks, endurhæfingu, margbreytileika, fjölmenningu, áfengis- og vímuefnavanda, náttúruhamfarir, farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra farsældarlaga en dagskrá er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagsradgjafathing-2024/). Það hafa margir lagt sitt af mörkum til að gera þingið svo veglegt sem raun ber vitni en það er stór hópur sem kemur að dagskrá þess. Að lokum Félagsráðgjafar vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið og hlú að mannréttindum. Þeir eru málsvarar einstaklinga og ýmissa hópa í samfélaginu sem taldir eru standa höllum fæti og benda á leiðir til úrbóta sem hefur áhrif á stefnu stjórnvalda. Þannig hafa félagsráðgjafar tekið þátt í þróun íslenska velferðarsamfélagsins undanfarin 60 ár. Áfram þarf að standa vörð um mannréttindi, sinna málsvarahlutverkinu og taka þátt í stefnumörkun. Við getum öll haft áhrif! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands var stofnað 19. febrúar 1964 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun Félagsráðgjafafélags Íslands. Árið 1964 voru fjórir félagsráðgjafar á Íslandi, þær Guðrún Jónsdóttir, Kristín Gústavsdóttir, Margrét Margeirsdóttir og Margrét Steingrímsdóttir. Þessir öflugu félagsráðgjafar ákváðu að stofna Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa og ruddu brautina fyrir þau sem á eftir komu. Tilgangurinn var að styrkja stöðu sína sem félagsráðgjafa og vinna að framgangi fagsins. Strax á fyrstu árunum var hafist handa við að leggja grunn að framtíð félagsráðgjafar á Íslandi. Helstu baráttumálin voru löggilding starfsheitisins sem náðist árið 1975, að félagsráðgjöf yrði kennd við Háskóla Íslands og kjaramál félagsfólks sem eru áfram viðvarandi verkefni félagsins. Árið 1984 kom fram tillaga á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Félagsráðgjafafélag Íslands en tillagan var felld. Það var síðan á aðalfundi 2007 sem samþykkt var að breyta nafni félagsins. Nám í félagsráðgjöf hér á landi Frá því fyrstu félagsráðgjafarnir hófu störf hér á landi hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi félagsráðgjafar í íslensku samfélagi. Á fyrstu árum félagsins kom fram tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að koma á námi í félagsráðgjöf og yfirlæknir Kleppspítala sýndi einnig áhuga á að stofna sérstakan félagsráðgjafaskóla hérlendis til að fjölga í stéttinni. Fulltrúar Félagsráðgjafafélags Íslands tóku virkan þátt í undirbúningi náms í félagsráðgjöf en á sama tíma vann félagið að því að Ísland fengi ákveðin kvóta til að stunda nám á hinum Norðurlöndunum þar til nám myndi hefjast hér á landi. Fyrir milligöngu félagsins opnaðist strax möguleiki fyrir slíkan kvóta í Noregi og Svíþjóð og árið 1972 höfðu allir norrænu félagsráðgjafaskólarnir samþykkt að taka að lágmarki einn nemanda frá Íslandi ár hvert. Starfsréttindanám í félagsráðgjöf varð síðan að veruleika þegar Háskóli Íslands fékk fjárheimild árið 1981 til að standa straum af starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og útskrifuðust fyrstu félagsráðgjafarnir ári síðar. Nám í félagsráðgjöf er nú fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára grunnnám þar sem nemendur öðlast BA gráðu í félagsráðgjöf. Að því loknu tekur við tveggja ára meistaranám þar sem hluti námsins felst í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Kvennastétt Félagsráðgjafar hafa alla tíð verið kvennastétt en á áttunda áratug síðustu aldar var hlutfall karla þó um 20% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall karla var komið niður í 12% árið 2001 og hefur haldið áfram að lækka og eru karlar nú um 6% félagsfólks. Í dag eru alls 581 félagsráðgjafar með stéttarfélagsaðild að Félagsráðgjafafélagi Íslands, 547 konur og 34 karlar. Einnig er nokkur fjöldi með fagfélagsaðild eða nemaaðild auk félaga sem eru á lífeyri. Samkvæmt starfsleyfisská heilbrigðisstarfsfólks á vefsíðu Embættis landlæknis (https://island.is/heilbrigdisstarfsfolk-tolur) eru alls 832 með starfsleyfi sem félagsráðgjafi, þar af 774 konur og 58 karlar. Alls eru 42 félagsráðgjafar einnig með sérfræðileyfi. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Félagsráðgjafar hafa heildræna þekkingu á úrræðum velferðarkerfisins, þ.e. á sviði skóla-, dóms- og heilbrigðismála auk félagsþjónustu og barnaverndar. Þá hafa þeir sérþekkingu í að greina félagslegan vanda, meta þörf á úrræðum og sinna meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Jafnframt hafa þeir þekkingu á sifja- og velferðarlöggjöf, ásamt þekkingu á sviði stjórnsýslulaga. Félagsráðgjafar hafa frá upphafi staðið fyrir margvíslegum framfaraskrefum í velferðarmálum hér á landi. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins. Þá er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum og einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúruvá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Það eru margar ástæður fyrir vexti félagsráðgjafar sem fagreinar. Ein ástæðan er sú að gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu. Önnur ástæða er sú að nýjar reglugerðir hafa verið lagðar fram í mögum löndum sem viðurkenna það mikilvæga hlutverk sem félagsráðgjöf gegnir (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Tímamótum fagnað Fyrir tíu árum þegar Félagsráðgjafafélag Íslands fagnaði 50 ára afmæli stóð félagið að Félagsráðgjafarþingi ásamt Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA (samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf). Þingið hefur síðan verið árviss viðburður í starfi félagsins og verður haldið 23. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár. Á þinginu verður meðal annars frumsýnd heimildarmynd um 60 ára sögu félagsráðgjafar á Íslandi þar sem helstu viðburða er minnst með viðtölum við stofnendur félagsins og nokkra frumkvöðla innan stéttarinnar. Árið 2018 kom út 50 ára saga félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagid/saga-felagsins/) og mikilvæg heimild um starfsemi félagsins. Félagsráðgjafaþingið er sannkölluð uppskeruhátíð félagsráðgjafa og félagsráðgjafar sem fags en auk lykilviðburða á sal eru 18 samhliða málstofur þar sem fjallað er um rannsóknir og þróunarverkefni á hinum margvíslegu málasviðum félagsráðgjafar. Sem dæmi má nefna umfjöllun um málefni eldra fólks, endurhæfingu, margbreytileika, fjölmenningu, áfengis- og vímuefnavanda, náttúruhamfarir, farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra farsældarlaga en dagskrá er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagsradgjafathing-2024/). Það hafa margir lagt sitt af mörkum til að gera þingið svo veglegt sem raun ber vitni en það er stór hópur sem kemur að dagskrá þess. Að lokum Félagsráðgjafar vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið og hlú að mannréttindum. Þeir eru málsvarar einstaklinga og ýmissa hópa í samfélaginu sem taldir eru standa höllum fæti og benda á leiðir til úrbóta sem hefur áhrif á stefnu stjórnvalda. Þannig hafa félagsráðgjafar tekið þátt í þróun íslenska velferðarsamfélagsins undanfarin 60 ár. Áfram þarf að standa vörð um mannréttindi, sinna málsvarahlutverkinu og taka þátt í stefnumörkun. Við getum öll haft áhrif!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun