Handbolti

Öruggt hjá Eyja­mönnum fyrir norðan

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elmar Erlingsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag.
Elmar Erlingsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag. Vísir/Anton Brink

ÍBV vann öruggan sigur á KA í Olís-deild karla í handknattleik í dag. ÍBV er í 4. sæti deildarinnar eftir sigurinn en KA í 9. sætinu og þarf að fara að ná í stig ætli liðið sér í úrslitakeppni.

ÍBV mætti til Akureyrar í dag eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í vikunni. KA tapaði sínum bikarleik hins vegar gegn Stjörnunni og getur því einbeitt sér að Olís-deildinni.

Sigur Eyjamanna í dag var í raun aldrei í neinni sérstakri hættu. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur náði ÍBV fimm marka forskoti í seinni hluta síðari hálfleik og var með 17-13 forystu í hálfleik.

KA náði reyndar að minnka muninn einu sinni í eitt mark snemma í síðari hálfleiknum en ÍBV náði vopnum sínum á ný og var með þægilegt forskot frá miðjum hálfleiknum. Munurinn varð mestur átta mörk og ÍBV fagnaði að lokum 37-31 sigri.

Gauti Gunnarsson átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði tíu mörk úr ellefu skotum gegn sínum gömlu félögum en hann lék með KA á síðustu leiktíð. Elmar Erlingsson bætti sex mörkum í sarpinn og Daniel Vieira skoraði fimm mörk. Petar Jokanovic og Pavel Miskevich vörðu samtals 15 skot í marki ÍBV.

Hjá KA var Ott Varik markahæstur með átta mrk og Einar Rafn Eiðsson skoraði fimm. Bruno Bernat varði 13 skot í marki KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×