Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:59 Micah Parsons var valinn maður leiksins í nótt en hér sækir hann á Mecole Hardman og ólympíumeistarann í hástökki Gianmarco Tamberi. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira