Körfubolti

Fyrrum NBA meistari hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bryn Forbes varð meistari með Milwaukee Bucks árið 2021.
Bryn Forbes varð meistari með Milwaukee Bucks árið 2021. getty images

Bryn Forbes, fyrrum leikmaður í NBA deildinni til sjö ára, var handtekinn fyrir heimilisofbeldi. 

Handtökuskýrslur lögreglunnar í Bexar sýslu í borginni San Antonio í Bandaríkjunum sögðu Forbes hafa tekið fjölskyldumeðlim hálstaki og og kyrkt þar til lá við köfnun. Hann flúði vettvang eftir að fjölskyldumeðlimur tilkynnti brotið til neyðarlínu en situr nú í gæsluvarðhaldi. 

Þetta er ekki fyrsta brot Forbes en hann var handtekinn í febrúar 2023 eftir að hafa beitt kærustu sína líkamlegu ofbeldi. 

Forbes á sjö ára feril að baki í NBA deildinni fyrir fjögur lið. Hann varð NBA meistari árið 2021 með Milwaukee Bucks og spilaði þar í 20 af 23 leikjum liðsins í úrslitakeppni, að meðaltali 13,7 mínútur í leik.

Þaðan lá leið hans til San Antonio Spurs og síðan Minnesota Timberwolves, en síðarnefnda félagið leysti hann undan samningi eftir að Forbes var handtekinn í febrúar 2023.  

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×