Aðgerðaleysi heilbrigðiskerfisins í garð fíknisjúkra Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:01 Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun