Markaðsvirði Ferrari hækkað um tæpa þúsund milljarða eftir fréttirnar um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:46 Fréttirnar af mögulegum skiptum Lewis Hamilton til Ferrari hafa ýmiskonar áhrif. Rudy Carezzevoli/Getty Images Markaðsvirði Ferrari rauk upp úr öllu valdi eftir að fréttir bárust af því að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á leið til liðsins frá Mercedes. Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld. Akstursíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld.
Akstursíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira