Risatíðindi úr F1: Hamilton sagður á leið í Ferrari Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:23 Lewis Hamilton virðist eiga að taka sæti Carlos Sainz hjá Ferrari. Getty/Qian Jun Ein stærstu félagaskipti í sögu Formúlu 1 kappakstursins virðast vera í pípunum því talið er að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sé að ganga til liðs við Ferrari. Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti. Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti.
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira