„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:14 Viðar Örn bölvaði umferðinni í Reykjavík eftir leik Þórs og Hattar í Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Fleiri fréttir Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Suðurnesjaslagur í bikarnum Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Sjá meira
„Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Fleiri fréttir Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Suðurnesjaslagur í bikarnum Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49