Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2024 09:02 Vilhjálmur Birgisson segir „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“ ástæðuna fyrir því að ekki hafi tekist að semja. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. „Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
„Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira