Segir að Bjarki hafi skipt sjálfum sér út af Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson á hliðarlínunni gegn Austurríki. vísir/vilhelm Frammistaða Bjarka Más Elíssonar var til umræðu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og menn veltu fyrir sér hvort hann hefði skipt sjálfum sér út af í leiknum gegn Austurríki. Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira