Búrfellslundur – fyrir hvern? Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun