Haraldur Þór Jónsson

Fréttamynd

Þjóðar­öryggi raf­orku­kerfisins

Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf.

Skoðun
Fréttamynd

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun
Fréttamynd

Gríðar­legt tap sveitar­fé­laga af orku­vinnslu

Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að brenna olíu og tíma!

Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vindorka í ó­snortinni náttúru eða í byggð?

Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. 

Skoðun
Fréttamynd

Orku­vinnsla og sam­fé­lög

Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin.

Skoðun