Álftanes fær einn efnilegasta körfuboltamann landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:27 Róbert Sean Birmingham mun klára tímabilið með Álftanesi og það eru margir spenntir að sjá hvað hann hefur bætt sig út í Bandaríkjunum. Álftanes Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins. Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira