Enn tapast tækifærin Jón Skafti Gestsson skrifar 20. janúar 2024 09:01 Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun