Enn tapast tækifærin Jón Skafti Gestsson skrifar 20. janúar 2024 09:01 Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun