Matarhola á orkumarkaði Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 11. janúar 2024 11:01 Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Orkumál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun