Búningablæti Frakklandsforseta Guðmundur Edgarsson skrifar 18. janúar 2024 08:01 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun