Strákarnir okkar gefa langfæstar sendingar á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 13:01 Elvar Örn Jónsson sendir boltann út í vinstri hornið í leiknum á móti Serbíu. Vísir/Vilhelm Mörgum finnst vanta meiri hraða og meira tempó í sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi og tölfræðin styður þá skoðun. Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF EM 2024 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF
Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500
EM 2024 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira