Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 12:30 BJarki Már Elísson svekktur eftir tap á móti Ungverjum á HM í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira