Skaðsemi of lágra raunvaxta Arnbjörn Ingimundarson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun