Innlent

Verðum að vera búin undir gos í Gríms­vötnum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því,“ segir Magnús Tumi.
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því,“ segir Magnús Tumi. Vísir/Arnar

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því.

Óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jökulhlaups í Grímsvötnum. Vatnið kemur undan jöklinum austast í Skeiðarárjökli og rennur þaðan niður Gígjukvísl.

„Það er þessi jarðskjálftavirkni og náttúrulega jökulhalupið. Þá lækkar þrýstingurinn á eldstöðinni og þá hafa Grímsvötn öðru hvoru gosið í lok hlaupa. Við vitum ekki hvort það gerist núna, en við verðum að vera við því búin.“

Hann segir að ef gjósi í Grímsvötnum þá verði sprengigos. „Þá myndast gosmökkur sem er líklegt að fari upp í tíu, tólf kílómetra. Það fór nú upp í tuttugu kílómetra árið 2011, en það var mjög stórt gos. Svoleiðis gos virðast ekki koma í Grímsvötnum nema á 130 til 140 ára fresti. Það er ólíklegt að það verði þannig.“

Magnús bendir á að verði gos sé líklegt að það hafi áhrif á flugumferð, og þá sé hætta á miklu öskufalli.

„Venjuleg Grímsvatnagos eru ekki stórir atburðir. En það verður auðvitað að fara að öllu með gát. Það getur gosið þannig að bræði töluvert af ís, ef það gýs til dæmis þar sem skjálftavirknin er mest núna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×