Ten Hag: Auðveldara að spila fyrir öll önnur félög en United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:30 Erik Ten Hag tekur hér Jadon Sancho af velli en Sancho hefur ekkert spilað með félaginu undanfarna mánuði. Getty/David S. Bustamante Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn fá á sig mikla pressu þegar þeir verða leikmenn United. Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag. Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag.
Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira