Ten Hag: Auðveldara að spila fyrir öll önnur félög en United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:30 Erik Ten Hag tekur hér Jadon Sancho af velli en Sancho hefur ekkert spilað með félaginu undanfarna mánuði. Getty/David S. Bustamante Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn fá á sig mikla pressu þegar þeir verða leikmenn United. Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira