Orkuskiptaárið 2023 Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. janúar 2024 16:01 Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar