Orkumálastjóri skipar fyrirtækjum í fylkingar Sigurður Hannesson skrifar 1. janúar 2024 20:00 Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein. Staða orkumála á Íslandi er alvarleg eftir kyrrstöðu um árabil. Meiri olíu var brennt hér á landi á nýliðnu ári en árin áður með tilheyrandi aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Þriðja veturinn í röð eru skerðingar á afhendingu raforku og tjónið vegna tapaðra útflutningstekna er mælt í tugum milljarða. Einnig hefur verið bent á að þröng staða í raforkumálum hamlar atvinnuuppbyggingu um allt land. Við þessari stöðu er bara ein raunveruleg lausn. Ráðast þarf að rót vandans og virkja meiri endurnýjanlega orku og efla flutningskerfið til að mæta þörfum samfélagsins alls. SI hafa í nokkur ár vakið athygli á þessari stöðu og varað við afleiðingum hennar. Ráðherra orkumála og þingið hafa á þessu kjörtímabili gert sitt með afgreiðslu rammaáætlunar og með öðrum verkefnum sem miða málum í rétta átt. Orkumálastjóri gegnir lykilstöðu við að rjúfa kyrrstöðuna í krafti embættis síns. Því miður hefur of lítið gerst eins og sjá má af ferlinu í kringum Hvammsvirkjun sem hefur verið á teikniborðinu í kringum tvo áratugi og formlega á borði Orkustofnunar í nokkur ár. SI tala fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. SI sendu vandaða og ítarlega umsögn um málið sem vakti verðskuldaða athygli. Tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings og ýmsar leiðir settar fram, ólíkt því sem orkumálastjóri heldur fram. Í umsögninni segir orðrétt: Það skal tekið fram að SI taka að fullu undir mikilvægi þess að útfæra viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi og framboð á raforku og að skýra þurfi hlutverk og ábyrgð aðila á raforkumarkaði við að tryggja raforkuöryggi. Þá taka samtökin einnig undir að skilgreina þurfi alþjónustu með fullnægjandi hætti í raforkulögum og hverjir skuli njóta hennar, m.a. í samræmi við regluverk EES samningsins hvað það varðar. Þá taka SI heilshugar undir það sem segir í athugasemdum við frumvarpið að staða raforkumála er erfið og orkuöryggi hér á landi er mikilvægt úrlausnarefni. Hins vegar telja SI að þær leiðir sem boðaðar eru í fyrirliggjandi frumvarpi séu síst til þess fallnar að leysa þá alvarlegu stöðu sem uppi er. Þvert á móti munu þær fresta óumflýjanlegum aðgerðum sem taka á hinum raunverulega vanda. Hér sést svart á hvítu að SI tala eindregið fyrir hagsmunum jafnt heimila og fyrirtækja, þvert á það sem orkumálastjóri fullyrðir í sinni grein. Hins vegar verður ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað eins og nánar er fjallað um í umsögn SI og umsagnir fjölda annarra aðila staðfesta. Því til staðfestingar urðu miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Lausnamiðuð nálgun SI SI vísa því alfarið á bug, sem ýjað er að í grein orkumálastjóra, að samtökin leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. SI tala fyrir markaðslausnum. Að því sögðu er eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, s.s. heimili og mikilvægir innviðir, og hafa SI hvatt til þess. En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku. Þá tala SI eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi. Það eru sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Það er ekki skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og hverjir síður og dregur það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Orkumálastjóri segir í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það er ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Vanhæfi orkumálastjóra Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt. Hlutverk embættismanna er þannig að framfylgja settum lögum og reglum við meðferð mála. Í umsögn SI er bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fer með eftirlit á raforkumarkaði og veitir leyfi þá valda þessi ummæli að mati SI vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir eins og ítarlega er rökstutt í umsögn samtakanna. Í umsögninni kom fram það sem margir hafa hugsað undanfarin misseri og er það alvarleg staða. Það segir sína sögu að eftir umfjöllun atvinnuveganefndar ákvað nefndin að fela ráðherra valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari. Óvenjulegt að embættismaður skipi í fylkingar Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað. Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki. Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar. Tökum mikilvægar ákvarðanir Iðnaður skapaði um 760 milljarða í útflutningstekjur árið 2022 og um þessar mundir starfa um 50 þúsund manns í fjölbreyttum iðnaði á Íslandi. SI tala ötullega fyrir hagsmunum alls iðnaðar, lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja, og þar með samfélagsins í heild. Ísland er gott samfélag þar sem lífsgæði eru mikil í alþjóðlegum samanburði. Það er ekki tilviljun heldur er Ísland í fremstu röð vegna þess að hér voru teknar stórar og mikilvægar ákvarðanir um uppbyggingu innviða, þar á meðal raforkuframleiðslu, fjárfestingu í menntun þjóðarinnar og nú síðast með öflugri umgjörð nýsköpunar. Þetta var ekki sjálfsagt en samfélagið allt nýtur þessara ákvarðana í dag. Nú, eins og áður, stöndum við frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir sem framtíðarkynslóðir munu njóta góðs af og hugsa til baka með þakklæti, rétt eins og við erum þakklát forfeðrum og formæðrum okkar fyrir áræðni og stórhug. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein. Staða orkumála á Íslandi er alvarleg eftir kyrrstöðu um árabil. Meiri olíu var brennt hér á landi á nýliðnu ári en árin áður með tilheyrandi aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Þriðja veturinn í röð eru skerðingar á afhendingu raforku og tjónið vegna tapaðra útflutningstekna er mælt í tugum milljarða. Einnig hefur verið bent á að þröng staða í raforkumálum hamlar atvinnuuppbyggingu um allt land. Við þessari stöðu er bara ein raunveruleg lausn. Ráðast þarf að rót vandans og virkja meiri endurnýjanlega orku og efla flutningskerfið til að mæta þörfum samfélagsins alls. SI hafa í nokkur ár vakið athygli á þessari stöðu og varað við afleiðingum hennar. Ráðherra orkumála og þingið hafa á þessu kjörtímabili gert sitt með afgreiðslu rammaáætlunar og með öðrum verkefnum sem miða málum í rétta átt. Orkumálastjóri gegnir lykilstöðu við að rjúfa kyrrstöðuna í krafti embættis síns. Því miður hefur of lítið gerst eins og sjá má af ferlinu í kringum Hvammsvirkjun sem hefur verið á teikniborðinu í kringum tvo áratugi og formlega á borði Orkustofnunar í nokkur ár. SI tala fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. SI sendu vandaða og ítarlega umsögn um málið sem vakti verðskuldaða athygli. Tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings og ýmsar leiðir settar fram, ólíkt því sem orkumálastjóri heldur fram. Í umsögninni segir orðrétt: Það skal tekið fram að SI taka að fullu undir mikilvægi þess að útfæra viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi og framboð á raforku og að skýra þurfi hlutverk og ábyrgð aðila á raforkumarkaði við að tryggja raforkuöryggi. Þá taka samtökin einnig undir að skilgreina þurfi alþjónustu með fullnægjandi hætti í raforkulögum og hverjir skuli njóta hennar, m.a. í samræmi við regluverk EES samningsins hvað það varðar. Þá taka SI heilshugar undir það sem segir í athugasemdum við frumvarpið að staða raforkumála er erfið og orkuöryggi hér á landi er mikilvægt úrlausnarefni. Hins vegar telja SI að þær leiðir sem boðaðar eru í fyrirliggjandi frumvarpi séu síst til þess fallnar að leysa þá alvarlegu stöðu sem uppi er. Þvert á móti munu þær fresta óumflýjanlegum aðgerðum sem taka á hinum raunverulega vanda. Hér sést svart á hvítu að SI tala eindregið fyrir hagsmunum jafnt heimila og fyrirtækja, þvert á það sem orkumálastjóri fullyrðir í sinni grein. Hins vegar verður ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað eins og nánar er fjallað um í umsögn SI og umsagnir fjölda annarra aðila staðfesta. Því til staðfestingar urðu miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Lausnamiðuð nálgun SI SI vísa því alfarið á bug, sem ýjað er að í grein orkumálastjóra, að samtökin leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. SI tala fyrir markaðslausnum. Að því sögðu er eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, s.s. heimili og mikilvægir innviðir, og hafa SI hvatt til þess. En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku. Þá tala SI eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi. Það eru sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Það er ekki skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og hverjir síður og dregur það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Orkumálastjóri segir í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það er ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Vanhæfi orkumálastjóra Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt. Hlutverk embættismanna er þannig að framfylgja settum lögum og reglum við meðferð mála. Í umsögn SI er bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fer með eftirlit á raforkumarkaði og veitir leyfi þá valda þessi ummæli að mati SI vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir eins og ítarlega er rökstutt í umsögn samtakanna. Í umsögninni kom fram það sem margir hafa hugsað undanfarin misseri og er það alvarleg staða. Það segir sína sögu að eftir umfjöllun atvinnuveganefndar ákvað nefndin að fela ráðherra valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari. Óvenjulegt að embættismaður skipi í fylkingar Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað. Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki. Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar. Tökum mikilvægar ákvarðanir Iðnaður skapaði um 760 milljarða í útflutningstekjur árið 2022 og um þessar mundir starfa um 50 þúsund manns í fjölbreyttum iðnaði á Íslandi. SI tala ötullega fyrir hagsmunum alls iðnaðar, lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja, og þar með samfélagsins í heild. Ísland er gott samfélag þar sem lífsgæði eru mikil í alþjóðlegum samanburði. Það er ekki tilviljun heldur er Ísland í fremstu röð vegna þess að hér voru teknar stórar og mikilvægar ákvarðanir um uppbyggingu innviða, þar á meðal raforkuframleiðslu, fjárfestingu í menntun þjóðarinnar og nú síðast með öflugri umgjörð nýsköpunar. Þetta var ekki sjálfsagt en samfélagið allt nýtur þessara ákvarðana í dag. Nú, eins og áður, stöndum við frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir sem framtíðarkynslóðir munu njóta góðs af og hugsa til baka með þakklæti, rétt eins og við erum þakklát forfeðrum og formæðrum okkar fyrir áræðni og stórhug. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun