Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:31 Keyshawn Woods náði ekki að fagna með Tindastólsmönnum því hann fór strax heim til Bandaríkjanna eftir oddaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira