Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:31 Keyshawn Woods náði ekki að fagna með Tindastólsmönnum því hann fór strax heim til Bandaríkjanna eftir oddaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira