Gladdi hundruð barna með jólagjöfum Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 16:31 Luka Doncic, ein stærsta körfuboltastjarna heims, hefur síðustu ár glatt börn í aðdraganda jólanna. AP og Instagram/@lukadoncic Slóvenska körfuboltaséníið Luka Doncic hefur glatt hjörtu hátt í 300 barna, bæði í Slóveníu og í Dallas í Bandaríkjunum, í aðdraganda jólanna. Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins. NBA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins.
NBA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira