Lokatölur í leiknum urðu 86-50 en Styrmir varð stigahæstur sinna manna með tólf stig og tók þar að auki þrjú fráköst. Liðið situr í næst neðsta sæti B-riðils efstu deildar með einn sigur í tólf leikjum en þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð.
Það er mjög takmarkað jólafrí framundan fyrir Styrmi en liðið á leik 22. desember og aftur 26. Þá tekur við stutt frí frá leikjum og svo á liðið leik á nýju ári 5. janúar.