Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Halldór Reynisson skrifar 8. desember 2023 11:31 Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landbúnaður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Búvörusamningar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun